föstudagur, desember 2

All I want for Christmas is.....

ég hef ákveðið að breyta um óskir á jóla og afmælisgjafa listann í ár....
þetta er það sem mig virkilega langar í í jólagjöf.....


ég hef ekki elskað fyrr en nú og sú sem hjartað vildi það varst þú,
en þú heppin, síðan ég kynntist þér fyrst hefur mig þyrst í að kynnast þér nánar, ég vil þekkja þig frá toppi til táar,
ég trúði ekki á ást við fyrstu sín, ekki fyrr en ég horfði í augun þín,
ég hef leitað í fjölnmörg ár, alveg frá því ég vissi hvað það var að vera sár,
ég vissi uppáhár hvað ég vildi og nú ertu fundin, fyrir guðs lyndi,
vegir guðs eru órannsakanlegir en ef þú hlustar þá heyrir þú hvað hann segir þá vísar hann mér veginn til þín og nú ert þú mín eigin og ég er fegin því,
ég svíf bara um á bleiku skýi í eilífu fríi
og þessi nýji ég er ástfanginn alveg upp yfir haus af þér það sérhver maður sér,
að þú ert engill sendur hér til jarðar til að halda hlýju á mér,
en ert þú mín eina sanna ást eða varstu send til að láta mig þjást?
draumur eða martröð, vinur eða vá,
það skiptir ekki máli ég kylliflatur lá.
ég er orðinn þinn ástarþræll en ást er einmitt minn akkelesarhæll,
nú er ég sæll sem aldrei áður,
lyfjum háður kvalin og þjáður ég var krefjandi guð minn um svar,
ég vil ekki vera þar á þeim stað,
í dag hef ég þig mér við hlið og þú gefur mér innri frið,
Þú ert allt það sem ég vil,
ég elska þig,





aldrei hefði mig grunað að íslenskur rappari ætti þetta til....
ótrúlega fallegt og einlægt lag hjá honum Móra, pant fá svona í jóla og afmælisgjöf!
Ég hef tekið skref í áttina að bjarga heiminum og mun ég byrja á að mótmæla virkjanagerð á íslenskri náttúru....stelpan keypti sér miða á Hjálp!, nú er um að gera að ná status Angelinu Jolie á næsta ár....
Kannski næ ég að hvetja vitleysinga eins og Green day, sem mér finnst óheyranlegir sökum leiðinda, til að gefa peninga til hjálparstarfs...ekki með því að syngja og láta mig gefa peninga heldur bara að gefa beinharða peninga...og kannski syngja fyrir fólki... það er ef það nennir að hlusta á vælin um að september sé liðinn...það er svo önnur saga!

ég fékk dagatal frá elskulegu eiríku frænku í gær; það má alltaf treysta á að systurnar komi mér til bjargar...

í dag er planið að lesa um þáttagreiningu, semja löggjöf um klám á íslandi og kannski skilgreina það í leiðinni...
tja, svo kíkir maður í eitt útkall til ice-air og fær skitinn FLUGMIÐA HVERT SEM ER Í EVRÓPU!!
I love Paris is the springtime..... London calling.....
þetta er alveg einmitt það besta sem hefur gerst í þessari viku!! nema kannski að eiríka frænka hafi komið heim og gefið mér nokkra pakka, það var að sjálfsöðgu líka gaman :)
strax komin ein utanlandsferð á næsta ári.....spennandi!!

þáttagreining, klám, appollo lakkrís, ginko&ginseng te bíða!

siggadögg
-sem...hélt í allan gærdag að væri föstudagur-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey - græddir bara lengri helgi á því að misskilja vikuna..hehe....og vildi sko koma því á framfæri að ég hef aldrei nokkurn tíman verið aðdáandi Green Day sá tónleika með þeim á hróa í sumar og þetta voru (ásamt Bjarkar tónleikunum 2003) bestu tónleikar sem ég hef nokkurn tíman farið á!!!! og stór hluti gesta hátíðarinnar sammála því!!! en - til hamingju með jóladagatalið og mig langar líka í apollo lakkrís - mátt senda mér svoleiðis í jólagjöf takk:) (og líka kannski smá nóa kropp..híhí) ha det godt

Nafnlaus sagði...

me loves you
en buin ad redda evropu midanum til ameriku jibby
i see sigga going to LAAAAAAAAAAAAAAA
thru boston yea baby
loves you alot

Sunna sagði...

úúúfff.. en geðveikt!!! LA, LA, LA, LA.. minnst vill koma með ofan í tösku, ég soga bara magann inn og þá kemur þetta. Þú getur þá samt ekki farið með neinn annan farangur. Það er nú svolítið leiðinlegt að vera í langan tíma í útlöndum alltaf að reyna að pæjast í sömu sveittu fötunum.. Þá kemur visa kortið til sögunnar.. það er samt fyrirframgreitt.. ohh þetta reddast ekki svona auðveldlega, þannig að ég hætti að STEYPA núna!
Vona að stjúpi minn og allir hinir gaurarnir í FL hafi hagað sér vel og látið vera að klípa í rass!